Innlent

Rektor vill ekki gefa upp nöfn umsækjenda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjálmar segir að ekki sé hægt að gefa upp nöfn þeirra sem sóttu um starfið.
Hjálmar segir að ekki sé hægt að gefa upp nöfn þeirra sem sóttu um starfið.
Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem sóttu um stöðu prófessors í leiklist við skólann. Hann ber fyrir sig trúnaði við umsækjendur. Hjálmar réð nýlega leikarann og leikstjórann Stefán Jónsson í stöðuna.

Eftir því sem DV hefur greint frá mat valnefnd skólans og rektor hans það svo að reynsla Stefáns væri það mikil að hún myndi vega upp á móti þeirri staðreynd að hann hefur hvorki lokið meistaraprófi né doktorsprófi í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×