Styrmir Þór einnig ákærður fyrir peningaþvætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2010 18:45 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37