Lífið

Blómaskreytir drápsvélar

Davíð Örn Halldórsson, listamaður, er á meðal 27 listamanna sem taka þátt í samsýningunni Star Wars 2.
fréttablaðið/gva
Davíð Örn Halldórsson, listamaður, er á meðal 27 listamanna sem taka þátt í samsýningunni Star Wars 2. fréttablaðið/gva

„Það eru tuttuguogsjö listamenn sem taka þátt í þessari sýningu og rýmið er lítið þannig það er þröngt á þingi," segir listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson um samsýninguna Star Wars 2 sem opnaði í Gallerí Crymo í gær. Sýningin var sett upp í tilefni þrátíu ára afmæli kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back.

„Hugmyndafræðin að baki sýningarinnar er mjög þröng, við vinnum aðeins með þemu úr kvikmyndinni The Empire Strikes Back," segir Davíð Örn. Hann sýnir sjálfur skúlptúr sem er eftirmynd tvífættu drápsvélanna sem í kvikmyndinni eru nefndar All Terrain Scout Transport. „Vinur minn er með einhver sambönd í þessum heimi og gat reddað mér stóru leikfangi sem er eftirmynd þessara drápsvéla. Ég er búin að skreyta þetta allt og blómaflúðra og setja í svolítið annan búning."

Sýningin stendur yfir til þann 13. janúar næstkomandi og auk Davíðs Arnar verða listamenn á borð við Hugleik Dagsson, Þorra Hringsson, Þránd Þórarinsson og Lóu Hlín Hjálmtýrsdóttur vera með verk á sýningunni. -sm








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.