Enski boltinn

Beckford búinn að semja við Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Simon Grayson, stjóri Leeds, segir að framherjinn Jermaine Beckford sé búinn að skrifa undir samning við Everton um að ganga til liðs við félagið næsta sumar er samningur hans við Leeds rennur út.

Beckford skaut upp á stjörnuhimininn er hann skoraði sigurmark Leeds gegn Man. Utd á Old Trafford er liðin mættust í enska bikarnum.

Framherjinn hefur þess utan farið mikinn í ensku C-deildinni og var Newcastle á meðal þeirra liða sem vildu fá hann.

Beckford hefur aftur á móti ákveðið að reyna fyrir sér með Everton þó svo hann geti enn skipt um skoðun komi annað áhugaverðara lið inn í myndina.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×