Enski boltinn

Benitez: Þetta verður löng og ströng barátta um fjórða sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez sést hér horfa á leikinn í kvöld.
Rafael Benitez sést hér horfa á leikinn í kvöld. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur Liverpool á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með þessum sigri minnkaði Liverpool-liðið, forskot Tottenham og Manchester City í fjórða sætinu, í aðeins eitt stig.

„Lykillinn að sigrinum var karakter. Við vorum að spila á móti góðu liði. Við fengum þrjú til fjögur góð færi og svo vissum við að við yrðum að spila sterkan varnarleik," sagði Rafael Benitez en liðið lék án margra sterka manna í kvöld.

„Við vissum fyrir leikinn hversu mikilvægur þessi leikur væri og við við vorum staðráðnir að vinna þetta á fagmannlegan hátt. Allir þurftu að leggja sig fram og vinna sína vinnu á vellinun," sagði Rafael Benitez.

„Þetta verður samt löng og ströng barátta um fjórða sætið," bætti Spánverjinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×