Innlent

Ætla að bjóða ríkisstjórnina velkomna í fyrramálið

„Við ætlum að vera fyrir framan stjórnarráðið klukkan hálf tíu í fyrramálið og bjóða ríkisstjórnina velkomna," segir Kristín Snæfells Arnþórsdóttir mótmælandi en ríkisstjórnin mun halda ríkisstjórnarfund klukkan tíu. „Við eigum eftir að ákveða hvort við munum hafa hátt," segir hún.

Kristín mótmælti í dag fyrir utan Seðlabankann og segir að hópurinn sem ætlar að hittast í fyrramálið fyrir framan stjórnarráðið ætla að fara að Seðlabankanum klukkan tólf á hádegi.

Á Fésbókarsíðu sem hefur verið stofnuð í kringum mótmælin í fyrramálið er spurt hvert menn eru að fara með Ísland. „Eiga þessar stofnanir að fá leyfi til að hnekkja dómi Hæstarrétar? Látum við þetta líka yfir okkur ganga? Takið með ykkur verkfæri sem búa til mikinn hávaða ásamt spjöldum og öllu öðru sem þið hugsanlega hafið meðferðis."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×