Annie Mist á leið á HM í CrossFit 8. júní 2010 18:00 Annie segist alltaf hafa verið orkumikil og þurft útrás. Hún var farin að hanga í borðplötum löngu áður en hún fór að ganga. Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira