Annie Mist á leið á HM í CrossFit 8. júní 2010 18:00 Annie segist alltaf hafa verið orkumikil og þurft útrás. Hún var farin að hanga í borðplötum löngu áður en hún fór að ganga. Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is
Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira