Fertug kona var tekin fyrir ölvunarakstur í Reykjavík síðdegis í dag. Þá var lögreglunni tilkynnt um tvö innbrot í hús á Grettisgötunni í miðbænum og í hús í Túnunum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það ekki fyrir hvort að eitthvað var tekið en nokkuð ljóst er að farið var inn í húsin. Málin er í rannsókn.
Að sögn varðstjóra hefur mikil umferð verið til borgarinnar í dag en hún minnkaði þegar leið á kvöldið. „Það er spurning hvort hún þyngist aftur í kvöld," segir hann.
