Skálmöld bókuð á stærstu þungarokksútihátíð heims 8. desember 2010 14:00 Hin ársgamla Skálmöld hefur gert meira á einu ári en margar hljómsveitir gera á fimm. fréttablaðið/stefán Þrátt fyrir að hafa starfað í stuttan tíma er hljómsveitin Skálmöld tilbúin með plötu, búin að skrifa undir útgáfusamning og á leiðinni á risastóra þungarokkshátíð í Þýskalandi á næsta ári. „Við höfum trú á því sem við erum að gera,“ segir gítarleikarinn Björgvin Sigurðsson í hljómsveitinni Skálmöld. Víkingarokksveitin Skálmöld var stofnuð í fyrra og kemur fram á Wacken Open Air-hátíðinni, sem er stærsta þungarokksútihátíð heims, næsta sumar. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1990 og yfir 80.000 manns sóttu hana á þessu ári, en þá komu fram hljómsveitir á borð við Iron Maiden, Mötley Crüe og Slayer. Á næsta ári hefur myrkraprinsinn Ozzy Osbourne boðað komu sína ásamt hljómsveitum á borð við Judas Priest og Sepultura. En hvernig fer ársgömul hljómsveit að því að komast á Wacken? „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki aðallega heppni,“ segir Björgvin. „Hópurinn sem fór þangað í fyrra tók með sér kynningardiska frá okkur og lét menn hafa. Það var greinilega einhver sem var hrifinn og okkur var boðið að taka þátt.“ Björgvin vísar þar í hljómsveitina Sólstafi, sem kom fram á Wacken í fyrra, og tónleikahaldarann Þorstein Kolbeinsson. Hann hefur staðið fyrir árlegri hljómsveitakeppni þar sem þungarokkarar keppast um að fá að koma fram á hátíðinni. Meðlimir Skálmaldar eru engir aukvisar, en þeir koma úr hljómsveitinum Ljótu hálfvitarnir, Ampop, Innvortis, Klamydía X og Hraun. Og það er ýmislegt á döfinni, fyrir utan stærstu þungarokkshátíð heims. „Við erum á leiðinni til Svíþjóðar að spila á tvennum tónleikum. Platan kemur út í næstu viku, þannig að það er mikið að gerast hjá okkur núna,“ segir Björgvin. Færeyska útgáfufyrirtækið Tutl gefur plötu hljómsveitarinnar út. Lagalisti plötunnar var tilbúinn áður en Skálmöld kom fyrst saman, en á plötunni er sögð saga sem vísar í íslenska goðafræði. „Um leið og hljómsveitin var stofnuð var lagður grunnur að plötu,“ segir Björgvin. „Svo voru lög samin fyrir plötuna. Við vorum langt komnir með að taka upp plötuna þegar við spiluðum á fyrstu tónleikunum. Þetta er concept-plata sem segir eina sögu í tíu lögum. Okkur fannst hugmyndin svo flott að við vikum aldrei frá henni.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa starfað í stuttan tíma er hljómsveitin Skálmöld tilbúin með plötu, búin að skrifa undir útgáfusamning og á leiðinni á risastóra þungarokkshátíð í Þýskalandi á næsta ári. „Við höfum trú á því sem við erum að gera,“ segir gítarleikarinn Björgvin Sigurðsson í hljómsveitinni Skálmöld. Víkingarokksveitin Skálmöld var stofnuð í fyrra og kemur fram á Wacken Open Air-hátíðinni, sem er stærsta þungarokksútihátíð heims, næsta sumar. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1990 og yfir 80.000 manns sóttu hana á þessu ári, en þá komu fram hljómsveitir á borð við Iron Maiden, Mötley Crüe og Slayer. Á næsta ári hefur myrkraprinsinn Ozzy Osbourne boðað komu sína ásamt hljómsveitum á borð við Judas Priest og Sepultura. En hvernig fer ársgömul hljómsveit að því að komast á Wacken? „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki aðallega heppni,“ segir Björgvin. „Hópurinn sem fór þangað í fyrra tók með sér kynningardiska frá okkur og lét menn hafa. Það var greinilega einhver sem var hrifinn og okkur var boðið að taka þátt.“ Björgvin vísar þar í hljómsveitina Sólstafi, sem kom fram á Wacken í fyrra, og tónleikahaldarann Þorstein Kolbeinsson. Hann hefur staðið fyrir árlegri hljómsveitakeppni þar sem þungarokkarar keppast um að fá að koma fram á hátíðinni. Meðlimir Skálmaldar eru engir aukvisar, en þeir koma úr hljómsveitinum Ljótu hálfvitarnir, Ampop, Innvortis, Klamydía X og Hraun. Og það er ýmislegt á döfinni, fyrir utan stærstu þungarokkshátíð heims. „Við erum á leiðinni til Svíþjóðar að spila á tvennum tónleikum. Platan kemur út í næstu viku, þannig að það er mikið að gerast hjá okkur núna,“ segir Björgvin. Færeyska útgáfufyrirtækið Tutl gefur plötu hljómsveitarinnar út. Lagalisti plötunnar var tilbúinn áður en Skálmöld kom fyrst saman, en á plötunni er sögð saga sem vísar í íslenska goðafræði. „Um leið og hljómsveitin var stofnuð var lagður grunnur að plötu,“ segir Björgvin. „Svo voru lög samin fyrir plötuna. Við vorum langt komnir með að taka upp plötuna þegar við spiluðum á fyrstu tónleikunum. Þetta er concept-plata sem segir eina sögu í tíu lögum. Okkur fannst hugmyndin svo flott að við vikum aldrei frá henni.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira