Lífið

Gillz býður rithöfundum í Burn-partí

Egill Einarsson er orðinn meðlimur í Rithöfundasambandinu og ætlar að taka til þar.
Egill Einarsson er orðinn meðlimur í Rithöfundasambandinu og ætlar að taka til þar.
„Ég hef aldrei verið jafn ánægður á ævinni,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur.

Í gær lauk þriggja mánaða bið hjá Agli þegar honum var tilkynnt að umsókn hans um inngöngu í Rithöfundasamband Íslands hefði verið samþykkt. Fréttablaðið sagði frá umsókn Egils í september en hún vakti nokkurt umtal. Rithöfundurinn segist hlakka til starfsins í sambandinu og ætlar þegar að taka til hendinni. „Það eru nokkur markmið sem ég hef sett mér. Ég ætla að kjöta Sjón upp, ætli ég sendi honum ekki SMS strax á eftir, ég ætla að rífa hattinn af Hallgrími Helga, það þarf einhver að segja honum að hattar voru töff árið 2005. Og svo er aðalmark­miðið að koma meðal fituprósentunni hjá meðlimum Rithöfundasambandsins niður í 25 prósent.“

Þó Egill sé hæstánægður með inngönguna ber þó einn skugga á starfið fram undan. „Um leið og ég fékk góðu fréttirnar renndi ég yfir meðlimi í Rithöfundasambandinu og það eru nokkrir sem eiga ekkert að vera þarna. Til dæmis Hávar Sigurjónsson, ég veit ekki til þess að hann hafi gefið út bók. Ég neyðist til að tilkynna honum á morgun [í dag] að hann sé ekki lengur meðlimur.“

Rithöfundurinn áformar mikil veisluhöld til að fagna þessum áfanga. Hann er að íhuga að halda ára­móta­partí á heimili sínu fyrir félaga sína í Rithöfundasambandinu en tekur þó forskot á sæluna. „Fyrsta partíið verður um helgina. Það verður Burn-partí á Austur, Burn-skvísur að afgreiða drykki og allur pakkinn. Auðvitað er öllum meðlimum sambandsins boðið.“- hdm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.