Arnaldur og Yrsa að stinga af í jólabókaflóði ársins 8. desember 2010 06:00 Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir eru líkleg til að slá eigin met um þessi jól. Yrsa rýfur sennilega tíu þúsund eintaka múrinn en Arnaldur gæti sett nýtt Íslandsmet og selt yfir þrjátíu þúsund eintök af Furðuströndum. „Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira