Arnaldur og Yrsa að stinga af í jólabókaflóði ársins 8. desember 2010 06:00 Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir eru líkleg til að slá eigin met um þessi jól. Yrsa rýfur sennilega tíu þúsund eintaka múrinn en Arnaldur gæti sett nýtt Íslandsmet og selt yfir þrjátíu þúsund eintök af Furðuströndum. „Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er hennar langbesta byrjun á jólabókavertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamarkaðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arnaldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heimsvísu og þýskt framleiðslufyrirtæki keypti nýlega sjónvarpsréttinn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheiminum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arnaldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáldsögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi um þessi jól selst betur og hraðar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töldum við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira