Innlent

Staðfestu ákvörðun um framsal yfir pólskum karlmanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun dómsmálaráðherra um að pólskur karlmaður sem dvalið hefur hér á landi skyldi framseldur til Póllands. Karlmaðurinn hefur verið dæmdur fyrir itrekuð brot í heimalandi sínu en ekki verið dæmdur hér á landi.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hefur stundað launaða vinnu hér á landi. Hann kom hingað til lands með eiginkonu og syni sem er 10 ára gamall. Þeim hjónum hefur síðan fæðst sonur.

Það var hinn 13. apríl síðastliðinn sem dómsmálaráðherra ákvað að maðurinn skyldi framseldur til Póllands. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti þann úrskurð 7. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×