Innlent

Dópaður ökumaður á 140 km hraða

Mjög dópaður ökumaður var stöðvaður á mótum Reykjanesbrautar og Sæbrautar í nóttt eftir að bíll hans hafði mælst á 140 kílómetra hraða.

Hann sýndi lögreglu mótþróa, en var yfirbugaður og vistaður í fangageymslum.

Tveir til viðbótar voru stöðvaðir vegna fíkniefnaaksturs og voru þeir auk Þess báðir réttindalausir eftir að hafa verið sviftir ökuréttindum áður, fyrir viðlíka brot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×