Innlent

Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns

Hlaupið er í rénum en þessi mynd var tekin á mánudag.
Hlaupið er í rénum en þessi mynd var tekin á mánudag. MYND/Sigurjón.

Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð.

Eftirhreitur hlaupsins mátti einnig sjá í gær við hringveginn í Eldhrauni, skammt vestan Hunkubakka, en þar vantaði aðeins um 30 sentímetra upp á að vatn flæddi upp á veginn. Vatnið þar náð hámarki í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar, og er nú byrjað að síga.

Hlaupið í Skaftá hefur annars verið að ganga hratt niður síðustu daga. Vatnrennsli við Sveinstind mældist mest um 1.400 rúmmetrar á sekúndu en er nú komið niður í 270 rúmmetra á sekúndu. Dagana fyrir hlaup sveiflaðist rennslið í 100-200 rúmmetrum á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×