Innlent

Talskona Stígamóta: Ánægð með skilning laganna

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vera ánægð með þann skilning laganna að kaup á vændi sé í raun ofbeldi. En karlmaður var dæmdur í morgun til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að kaupa vændi fyrir 15 þúsund krónur. Hún segir í samtali við fréttastofu að aðalatriðið sé að dæmt sé í þessum málum og lögunum sé fylgt eftir og tekin alvarlega.

„Ég hef ekki gert mikið að því að hætta mér út í umræður um hversu háar eða miklar refsingar eiga að vera. En ég heyri, og sé til dæmis á Facebook, að það er heilmikil óánægja hjá fólki yfir vægum dómum og að það hafi verið lokuð réttarhöld og svo framvegis. Ég ætla sjálf ekki að fara út í það," segir Guðrún.


Tengdar fréttir

Fékk 80 þúsund króna sekt fyrir að kaupa vændi

Héraðsdómur dæmdi í morgun karlmann til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa greitt 15 þúsund krónur fyrir vændi. Þá var annar karlmaður dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur fyrir tilraun til að vændiskaupa. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari segir að verið sé að fara yfir það hvort að dómunum verði áfrýjað en vegna þess hve upphæðin er lág í hvoru tilviki fyrir sig, þarf sérstakt áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×