Lífið

Fá skemmtikrafta í skólaverkefni

Nemendur Kvikmyndaskólans fá til sín góða gesti í spjallþátt sem er liður í skólaverkefni þeirra.
Fréttablaðið/GVA
Nemendur Kvikmyndaskólans fá til sín góða gesti í spjallþátt sem er liður í skólaverkefni þeirra. Fréttablaðið/GVA
„Þetta á að vera svona spjallþáttur svipaður Loga í beinni, nema með Mána,“ segir Fannar Sveinsson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands.

Um þrjátíu nemendur Kvikmyndaskólans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sjónvarpsþáttinn „Máni í beinni frá Garðabæ“, en um er að ræða einn prufuþátt þar sem nemendur Kvikmyndaskólans læra á allt sem við kemur beinni útsendingu á sjónvarpsþætti. „Við fengum Völu Grand og Svavar Sigurðsson til að koma í spjall og Friðrik Dór ætlar að taka lagið,“ segir Fannar. Það verður Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður X-ins, sem sér um þáttastjórnina en upptökur fara fram í Latabæjarstúdíóinu.

Þeir nemendur sem taka þátt í verkefninu hafa verið að sækja áfanga tengda þessu í vetur, en það er Heimir Jónasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, sem kennir áfangann. „Þetta er í rauninni eins og skólaverkefni í beinni útsendingu,“ segir Fannar, en hann segir að þetta sé einungis hugsað fyrir skólann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kvikmyndaskólinn vinnur að verkefni sem þessu. „Þetta var líka gert í fyrra, en þá var það Villi naglbítur sem sá um þáttarstjórnina,“ segir Fannar. - ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.