Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja 18. maí 2010 08:30 á Íslandi Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. mynd/ægir már kárason Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira