Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja 18. maí 2010 08:30 á Íslandi Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. mynd/ægir már kárason Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira