Tímarit Manchester United gerir upp 30 ára sögu erlendra leikmanna félagsins í nýjasta tölublaði sínu og velur þar meðal annars úrvalslið útlendinga félagsins. Það hafa 62 leikmenn utan Bretlandseyja gert garðinn frægan á Old Trafford.
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kemst ekki í ellefu manna úrvalslið útlendinga hjá Inside United þrátt fyrir að hafa skorað 91 mark í 235 leikjum fyrir félagið og unnið níu stóra titla með United. Solskjær þarf að víkja fyrir þeim Ruud van Nistelrooy og Eric Cantona sem eru í tveggja manna framlínu liðsins.
Tveir leikmenn United-liðsins í dag komast í byrjunarliðið en þar eru miðvörðurinn Nemanja Vidic og bakvörðurinn Patrice Evra. Dimitar Berbatov og Anderson eru á bekknum.
Úrvalslið útlendinga hjá Manchester United:
Markmaður:
Peter Schmeichel
Varnarmenn:
Ronny Johnsen (Noregur)
Nemanja Vidic (Serbía)
Jaap Stam (Holland)
Patrice Evra (Frakkland)
Miðjumenn:
Andrei Kanchelskis (Úkraína)
Juan Sebastian Veron (Argentína)
Arnold Muhren (Holland)
Cristiano Ronaldo (Portúgal)
Sóknarmenn:
Ruud van Nistelrooy (Holland)
Eric Cantona (Frakkland)
Varamenn:
Edwin van der Sar (Holland), Henning Berg (Noregur), Anderson (Brasilía), Jesper Olsen (Danmörk), Dwight Yorke (Trínidad og Tóbagó), Dimitar Berbatov (Bulgaría) og Ole Gunnar Solskjær (Noregur).