Innlent

Björn vill vera forstjóri áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoëga starfandi forstjóri býst við því að sækja um starfið. Mynd/ Pjetur.
Björn Zoëga starfandi forstjóri býst við því að sækja um starfið. Mynd/ Pjetur.
Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspitalans, segir líklegt að hann muni sækjast eftir því að gegna starfinu áfram. Heilbrigðisráðuneytið auglýsti í dag eftir nýjum forstjóra Landspítalans. Hulda Gunnlaugsdóttir var ráðinn forstjóri spítalans fyrir tveimur árum síðan en tók sér leyfi eftir að hafa gegnt starfinu í eitt ár. Hún sagði síðan nýverið upp störfum. Björn Zoëga læknir hefur gegnt starfinu á meðan Hulda hefur verið í burtu.

„Mér finnst það mjög líklegt en ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun. Hins vegar hef ég verið að vinna að þessu verkefni í dálítinn tíma og tel að spítalinn hafi náð ágætum árangri með þessu góða starfsfólki mínum á þessum tíma," segir Björn þegar hann er spurður hvort hann ætli að sækja um. Hann segir að starfið sé mjög spennandi og hann langi líklegast til að halda því áfram.

Heilbrigðisráðherra skipar í starfið eftir umsögn frá þriggja manna hæfisnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×