Innlent

Mikill fjöldi á frönskum dögum

Mikill fjöldi er saman kominn á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Hátíðin hefur gengið vel en auk Íslendinga hafa gestir frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar í Frakklandi lagt leið sína á hátÍðina.

Franskir dagar hafa verið haldnir árlega síðan 1996 og eru þeir iðulega haldnir síðustu helgi júlímánaðar. Þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag, m.a. með brekkusöng og fermingarmóti.

Fulltrúar frá frönskum vinabæ Fáskrúðsfjarðar hafa komið og tekið þátt í frönskum dögum gegnum árin meðal annars hin franska Caroline sem er hæstánægð með hátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×