Þjóðin elskar Helga Björns og Justin Bieber 23. desember 2010 06:00 Helgi Björnsson hefur slegið í gegn með hestamannaplötum sínum tveimur. Helgi Björnsson og Justin Bieber eiga söluhæstu plötur ársins hér á landi í innlenda og erlenda geiranum. 36 ár skilja að þessa ólíku en áhrifamiklu söngvara. Þrátt fyrir að 36 ár skilji að popparana Helga Björnsson og Justin Bieber eiga þeir það sameiginlegt að eiga vinsælustu plötur ársins í innlenda og erlenda geiranum hér á landi með samanlagt um fjórtán þúsund eintaka sölu. Helgi og Reiðmenn vindanna eiga langsöluhæstu plötu ársins, Þú komst í hlaðið, sem hefur selst í um ellefu þúsund eintökum. Söluhæsta erlenda platan er síðan My World 2.0 úr smiðju sextán ára ungstirnisins Biebers. Hún hefur farið í um þrjú þúsund eintökum og er sú tala í takt við hrapandi sölu á erlendum plötum undanfarin tíu ár. Aðspurður segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, að velgengni Helga Björns hafi að hluta til komið honum á óvart. „Við gerðum svipaða plötu með honum í hittiðfyrra, Ríðum sem fjandinn. Henni gekk gríðarlega vel og er komin í kringum tíu þúsund eintök. Það má segja að það hafi komið á óvart að þessi skyldi gera betur,“ segir Eiður og bætir við að sér finnist nýjan platan betri en sú gamla. Samkvæmt nýjasta Tónlistanum er plata Justins Bieber í níunda sæti yfir þær vinsælustu hér á landi og er þar með fyrsta erlenda platan í manna minnum til að komast inn á topp tíu listann. „Hún stefnir í þrjú þúsund og það er lang, langsöluhæsta erlenda plata ársins. Bieber er svakalega vinsæll og er fyrst og fremst að höfða til unglinga og jafnvel barna. Þessum hópi er kannski ekkert allt of mikið sinnt á plötumarkaðnum,“ segir Eiður. Næstmest selda plata ársins og sú langsöluhæsta fyrir jólin er Næstu jól með gröllurunum í Baggalúti. Hún mun að öllum líkindum enda í um átta þúsund eintökum eftir að jólavertíðinni lýkur, miðað við ágiskun Eiðs. Síðasta jólaplata Baggalúts, Jól og blíða, seldist einnig eins og heitar lummur fyrir fjórum árum, í níu þúsund eintökum. Um þúsund eintök hafa bæst við síðan þá. Á eftir Baggalúti eru nokkrar plötur í kringum fimm þúsund eintök, en það eru safnplötur Bubba, Ellýjar Vilhjálms og Mannakorna, auk þess sem plötur Blazroca, Sigurðar Guðmundssonar, Diskóeyjunnar, Hjálma og Björgvins Halldórssonar eru á meðal þeirra sem eru skammt undan. Ef litið er á sölulista vekur athygli að nýjasta plata Sálarinnar, Upp og niður stigann, og tónleikaplata Hjaltalín og Sinfó, Alpanon, hafa ekki náð flugi fyrir jólin. Báðar hafa þær selst í um tvö þúsund eintökum. Síðasta plata Hjaltalín, sem reyndar var hljóðversplata, hefur selst í hátt í sjö þúsund eintökum, og síðasta hljóðversplata Sálarinnar, Undir þínum áhrifum, sem kom út fyrir fimm árum, seldist í yfir fimm þúsund eintökum. Síðan þá hefur safnpakki Sálarinnar selst í á sjöunda þúsund eintaka og gospel-tónleikaplata sveitarinnar er komin langleiðina í tíu þúsund stykki. freyr@frettabladid.is Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Helgi Björnsson og Justin Bieber eiga söluhæstu plötur ársins hér á landi í innlenda og erlenda geiranum. 36 ár skilja að þessa ólíku en áhrifamiklu söngvara. Þrátt fyrir að 36 ár skilji að popparana Helga Björnsson og Justin Bieber eiga þeir það sameiginlegt að eiga vinsælustu plötur ársins í innlenda og erlenda geiranum hér á landi með samanlagt um fjórtán þúsund eintaka sölu. Helgi og Reiðmenn vindanna eiga langsöluhæstu plötu ársins, Þú komst í hlaðið, sem hefur selst í um ellefu þúsund eintökum. Söluhæsta erlenda platan er síðan My World 2.0 úr smiðju sextán ára ungstirnisins Biebers. Hún hefur farið í um þrjú þúsund eintökum og er sú tala í takt við hrapandi sölu á erlendum plötum undanfarin tíu ár. Aðspurður segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, að velgengni Helga Björns hafi að hluta til komið honum á óvart. „Við gerðum svipaða plötu með honum í hittiðfyrra, Ríðum sem fjandinn. Henni gekk gríðarlega vel og er komin í kringum tíu þúsund eintök. Það má segja að það hafi komið á óvart að þessi skyldi gera betur,“ segir Eiður og bætir við að sér finnist nýjan platan betri en sú gamla. Samkvæmt nýjasta Tónlistanum er plata Justins Bieber í níunda sæti yfir þær vinsælustu hér á landi og er þar með fyrsta erlenda platan í manna minnum til að komast inn á topp tíu listann. „Hún stefnir í þrjú þúsund og það er lang, langsöluhæsta erlenda plata ársins. Bieber er svakalega vinsæll og er fyrst og fremst að höfða til unglinga og jafnvel barna. Þessum hópi er kannski ekkert allt of mikið sinnt á plötumarkaðnum,“ segir Eiður. Næstmest selda plata ársins og sú langsöluhæsta fyrir jólin er Næstu jól með gröllurunum í Baggalúti. Hún mun að öllum líkindum enda í um átta þúsund eintökum eftir að jólavertíðinni lýkur, miðað við ágiskun Eiðs. Síðasta jólaplata Baggalúts, Jól og blíða, seldist einnig eins og heitar lummur fyrir fjórum árum, í níu þúsund eintökum. Um þúsund eintök hafa bæst við síðan þá. Á eftir Baggalúti eru nokkrar plötur í kringum fimm þúsund eintök, en það eru safnplötur Bubba, Ellýjar Vilhjálms og Mannakorna, auk þess sem plötur Blazroca, Sigurðar Guðmundssonar, Diskóeyjunnar, Hjálma og Björgvins Halldórssonar eru á meðal þeirra sem eru skammt undan. Ef litið er á sölulista vekur athygli að nýjasta plata Sálarinnar, Upp og niður stigann, og tónleikaplata Hjaltalín og Sinfó, Alpanon, hafa ekki náð flugi fyrir jólin. Báðar hafa þær selst í um tvö þúsund eintökum. Síðasta plata Hjaltalín, sem reyndar var hljóðversplata, hefur selst í hátt í sjö þúsund eintökum, og síðasta hljóðversplata Sálarinnar, Undir þínum áhrifum, sem kom út fyrir fimm árum, seldist í yfir fimm þúsund eintökum. Síðan þá hefur safnpakki Sálarinnar selst í á sjöunda þúsund eintaka og gospel-tónleikaplata sveitarinnar er komin langleiðina í tíu þúsund stykki. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira