Innlent

495 fjölskyldur fengu aðstoð

Félagslegum vandamálum hefur fjölgað töluvert. Fréttablaðið/GVA
Félagslegum vandamálum hefur fjölgað töluvert. Fréttablaðið/GVA
Alls 495 fjölskyldur í Kópavogi fengu fjárhags­aðstoð hjá Félagsþjónustu bæjarins árið 2009. Árið 2008 var þessi fjöldi 396. Tilkynningum til barnaverndar hefur einnig fjölgað milli ára, úr 641 í 762. Í ávarpi Aðalsteins Sigfússonar, félagsmálastjóra Kópavogs, í ársskýrslu félagsþjónustunnar, segir að erfitt sé að segja til um hvað valdi en skýringuna megi þó líklega rekja til atvinnuleysis og fjárhagslegra erfiðleika. Í skýrslunni kemur fram að eftirspurn eftir félagslegri ráðgjöf og fjárhagsaðstoð hafi aukist í kjölfar íslenska efnahags­hrunsins.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×