Konur stjórna 13 bræðrum 22. maí 2010 19:00 Dansverkið Bræður verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 27. maí. Gunnlaugur fer með eitt af helstu hlutverkunum. Fréttablaðið/Valli Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira