Konur stjórna 13 bræðrum 22. maí 2010 19:00 Dansverkið Bræður verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 27. maí. Gunnlaugur fer með eitt af helstu hlutverkunum. Fréttablaðið/Valli Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Sjá meira
Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Sjá meira