Innlent

Ætlar að synda yfir Hafnarfjarðarhöfn til styrktar UNICEF

Stefán Helgi ætlar að synda þvert yfir Hafnarfjarðarhöfn á morgun klukkan þrjú. Með því vill hann styrkja UNICEF á Íslandi.
Stefán Helgi ætlar að synda þvert yfir Hafnarfjarðarhöfn á morgun klukkan þrjú. Með því vill hann styrkja UNICEF á Íslandi.
Stefán Helgi Waagfjörð, 23 ára gamall Hafnfirðingur, ætlar að synda yfir Hafnarfjarðarhöfn á morgun klukkan þrjú. Hann gerir þetta til að styrkja UNICEF á Íslandi.

„Ég var bara á Aroma (veitingastaður í Hafnarfirði) með félögum mínum og datt þetta í hug. Svo kom Unicef inn í þetta eftir á," segir Stefán sem hefur safnað 50 þúsund krónum frá vinum og kunningjum. Ef honum tekst að synda yfir mun UNICEF fá peninginn, ef ekki. „...þá munu þeir sem styrktu mig fá peninginn aftur." Hann segist ekki vera með greiðsluposa á staðnum og tekur ekki við ávísunum. „Ég tek bara við seðlum," segir hann.

Hann á von á því að þó nokkur fjöldi mæti á svæðið til að fylgjast með honum synda yfir. „Það eru allavega 130 manns búnir að staðfesta komu sína á Facebook." Hann segist hafa æft stíft síðustu vikur og mánuði. „Ég ætla að synda bringusund, og það mun bátur frá Siglingaklúbbnum Þyt fylgja mér yfir, ef eitthvað kemur upp á."

Hann er bjartsýnn á að sundið takist. „Ég vona að þetta takist hjá mér, ef það verður ekki rok og leiðindaveður, þá er ég bjartsýnn á að þetta takist," segir Stefán. En á staðnum verður kók frá Vífilfell. En verður ekkert meira en kók? „Nei, þeir voru þeir einu sem vildu styrkja mig."

Hann skorar á fólk að mæta á staðinn og leggja málefninu lið og fylgjast með honum synda yfir. „Þetta verður bara fjör," segir hann að lokum.

Facebook-síða Stefáns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×