Leigutaki vill banna maðkveiði í Blöndu 9. júlí 2010 06:00 Þórarinn Sigþórsson og Stefán Sigurðsson fengu frábæra veiði við opnun Blöndu fyrir rúmum mánuði. Síðan hafa veiðst yfir eitt þúsund laxar í ánni. Kunnugir segja það ótrúlega háa tölu svo snemma í júlí.Mynd/Ingi Freyr Ágústsson Árni Baldursson, eigandi veiðileyfasölunnar Lax-ár, vill að hætt verði að veiða á maðk í Blöndu til að styrkja stofn stórlaxa. „Ég mun leggja þetta undir Veiðifélag Blöndu, vonandi til samþykktar," segir Árni í grein á lax-a.is. Ekki náðist í gær í Árna sem var við veiðar í Blöndu. Í grein sinni vísar Árni til harðra deilna um dráp á tveggja ára laxi úr sjó, svokölluðum stórlaxi, sem mikið hefur veiðst af að undanförnu í Blöndu. Stórlöxum hefur fækkað verulega á liðnum áratugum. „Blanda er nú eitt síðasta vígi laxveiðimanna á Íslandi sem veiða á maðk," segir Árni og undirstrikar að ekki sé nema í undantekningartilfellum hægt að sleppa laxi sem veiddur er á maðk. Hann virði ákall Veiðimálastofnunar og fleiri um verndun stórlaxins. „Að sama skapi virði ég skoðanir reyndra laxveiðimanna, svo sem Þórarins Sigþórssonar og hans útskýringar um að Blöndu-stórlaxastofninn sé óhemju sterkur og þoli þetta álag í Blöndu um stutta stund uns yfirfall kemst á sem verndar laxinn," skrifar Árni og minnir á að Blanda verður óveiðanleg eftir að Blöndulón fer á yfirfall og jökulvatn streymir í farveginn. „Eina úrræðið í Blöndu til verndunar stórlaxinum er að banna maðkveiði alfarið, leyfa eingöngu veiði á flugu og krefjast þess að öllum laxi yfir 70 sentímetra verði sleppt," segir Árni sem telur þetta mundu vega mjög þungt til verndunar stórlaxi á Íslandi. Þá sé aðeins eitt eftir: Að banna netaveiði fyrir 20. júlí, en stórlaxinn gengur einmitt upp fyrri hluta sumarsins. Sigurður Ingi Guðmundsson, bóndi á Syðri-Löngumýri og einn stjórnarmanna í Veiðifélagi Blöndu og Svartár, er ekki reiðubúinn til að taka strax afstöðu til tillögu Árna. „Hitt þykist ég vita, og hef séð og heyrt frá mönnum hér á svæðinu, að það er mikil seiðaframleiðsla í Blöndu og við þurfum ekkert að sleppa vegna þess að það sé ekki nóg af fiski," segir Sigurður. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun bendir á að norsk rannsókn hafi sýnt að það séu frekar smálaxar sem taki maðk en stórlaxinn falli oftar fyrir flugu. „Þannig að það gæti verið þannig að ef menn eru að hugsa um að vernda stórlaxinn þá virki þetta í öfuga átt. En flugan er þó samt lykilatriði í því að sleppa laxi." gar@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Árni Baldursson, eigandi veiðileyfasölunnar Lax-ár, vill að hætt verði að veiða á maðk í Blöndu til að styrkja stofn stórlaxa. „Ég mun leggja þetta undir Veiðifélag Blöndu, vonandi til samþykktar," segir Árni í grein á lax-a.is. Ekki náðist í gær í Árna sem var við veiðar í Blöndu. Í grein sinni vísar Árni til harðra deilna um dráp á tveggja ára laxi úr sjó, svokölluðum stórlaxi, sem mikið hefur veiðst af að undanförnu í Blöndu. Stórlöxum hefur fækkað verulega á liðnum áratugum. „Blanda er nú eitt síðasta vígi laxveiðimanna á Íslandi sem veiða á maðk," segir Árni og undirstrikar að ekki sé nema í undantekningartilfellum hægt að sleppa laxi sem veiddur er á maðk. Hann virði ákall Veiðimálastofnunar og fleiri um verndun stórlaxins. „Að sama skapi virði ég skoðanir reyndra laxveiðimanna, svo sem Þórarins Sigþórssonar og hans útskýringar um að Blöndu-stórlaxastofninn sé óhemju sterkur og þoli þetta álag í Blöndu um stutta stund uns yfirfall kemst á sem verndar laxinn," skrifar Árni og minnir á að Blanda verður óveiðanleg eftir að Blöndulón fer á yfirfall og jökulvatn streymir í farveginn. „Eina úrræðið í Blöndu til verndunar stórlaxinum er að banna maðkveiði alfarið, leyfa eingöngu veiði á flugu og krefjast þess að öllum laxi yfir 70 sentímetra verði sleppt," segir Árni sem telur þetta mundu vega mjög þungt til verndunar stórlaxi á Íslandi. Þá sé aðeins eitt eftir: Að banna netaveiði fyrir 20. júlí, en stórlaxinn gengur einmitt upp fyrri hluta sumarsins. Sigurður Ingi Guðmundsson, bóndi á Syðri-Löngumýri og einn stjórnarmanna í Veiðifélagi Blöndu og Svartár, er ekki reiðubúinn til að taka strax afstöðu til tillögu Árna. „Hitt þykist ég vita, og hef séð og heyrt frá mönnum hér á svæðinu, að það er mikil seiðaframleiðsla í Blöndu og við þurfum ekkert að sleppa vegna þess að það sé ekki nóg af fiski," segir Sigurður. Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun bendir á að norsk rannsókn hafi sýnt að það séu frekar smálaxar sem taki maðk en stórlaxinn falli oftar fyrir flugu. „Þannig að það gæti verið þannig að ef menn eru að hugsa um að vernda stórlaxinn þá virki þetta í öfuga átt. En flugan er þó samt lykilatriði í því að sleppa laxi." gar@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira