Innlent

Tveir hnífamenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Menn fóru sér aldeilis óðslega með hnífa í gær.
Menn fóru sér aldeilis óðslega með hnífa í gær.
Karl um þrítugt var handtekinn í Breiðholti síðdegis í gær eftir að hafa stungið þar annan mann með hnífi. Þolandinn, karl um fertugt, var með stungusár á fæti og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var einnig með áverka en minniháttar. Lögreglan segir að svo virðist sem mennirnir hafi setið saman í bíl sem lögreglan fann á vettvangi og í honum brotist út átök með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er að fullu ljóst hvers vegna eða um hvað mennirnir deildu.

Þá var karl á sextugsaldri handtekinn í miðborginni í gærkvöld eftir að hafa ógnað þar tveimur vegfarendum með hnífi. Maðurinn, sem var mjög ölvaður, var fluttur í fangageymslu og látinn sofa úr sér vímuna. Hann var svo yfirheyrður eftir nætursvefn í fangaklefa en átti erfitt með að muna atburðarás gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×