Innlent

Segir fjármálastöðugleika ekki ógnað

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
„Ef þetta verður niðurstaðan verður fjármálakerfið fyrir talsverðu tjóni, en mun minna en ef samningsvextir verða látnir gilda,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um áhrif dómsins á fjármálakerfið.

Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms sé fjármálastöðugleika ekki ógnað. Eitthvað tap myndi þó falla á ríkissjóð vegna málsins, vegna eignarhlutar í Landsbankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum.

„Þessi niðurstaða kom ekki á óvart, dómarinn miðar við vexti sem tilgreindir eru í lögum,“ segir Gylfi. Hann segir að niðurstaðan sé mitt á milli ýtrustu krafna beggja aðila, og allir ættu að geta sætst á slíka niðurstöðu.

Verði niðurstaða Hæstaréttar í takt við dóm héraðs­dóms mun fólk sem tók gengistryggð lán vonandi vera í svipaðri stöðu og þeir sem tók verðtryggð íslensk lán, segir Gylfi. Hann bendir á að fyrirtækin hafi verið með mun hærri upphæðir í gengistryggðum lánum en heimilin, og þau gætu sett fjármálakerfið í vanda yrðu samningsvextir á þeim látnir standa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×