Innlent

Styðja slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í þeirri kjaradeilu sem þeir standa í um þessar mundir við Launanefnd sveitarfélaga. Í ályktun sem stjórn VLFA sendi frá sér í dag er jafnframt lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með það skilningsleysi sem stjórnin segir að Launanefnd sveitarfélaga sýni Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í þessari deilu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×