Bótakröfum fjölgar með markaðssókn 20. júlí 2010 03:15 Lögmenn hafa yfirleitt sinnt bótamálum vegna bílslysa, en koma nú í auknum mæli að hefðbundnum slysamálum. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Fréttablaðið/Anton Aukning hefur orðið á kröfum um bætur af tryggingafélögunum vegna ýmiss skaða sem hlotist hefur af völdum slysa eftir að sérhæfðar lögfræðistofur fóru að auglýsa aðstoð við fólk sem lent hefur í slysi. „Þessar auglýsingar valda alveg örugglega einhverri aukningu, en tjónþolarnir eru ekki endilega að fá hærri upphæðir greiddar,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Hann segir aukninguna aðallega vera í tilvikum þar sem fólk með hefðbundna slysatryggingu slasast, tryggingamál vegna bílslysa hafi lengi farið fram með atbeina lögmanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að fólk fái ekki endilega hærri upphæðir en áður þá að lögmennirnir taki þóknun fyrir störf sín. Í sumum tilvikum beri tryggingafélögin þann kostnað, en í öðrum tilvikum falli hann á tryggingartakann. „Það hefur orðið aukning í tjónakröfum þar sem við höfnum bótaskyldu,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að kenna lögmannsstofum sem beina auglýsingum sínum að fólki sem lent hefur í slysum um aukninguna, en auðvitað ýti það undir að fólk geri kröfu þegar slík þjónusta sé auglýst jafn mikið og raun ber vitni. Tilkynningum um tjón af völdum slysa hefur fjölgað hjá Sjóvá, og segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður á tjónasviði Sjóvár, að tengja megi þá aukningu við auglýsingar frá lögfræðiskrifstofum. „Við höfum fundið aukinn þunga í þessu, fólk virðist meðvitaðra og sækir frekar sinn rétt, sem er ekkert nema gott,“ segir Geirarður. Hann segir auglýsingarnar ef til vill helst ýta við þeim sem annars hefðu ekkert gert, og jafnvel erlendum ríkisborgurum sem finnist þægilegra að sækja rétt sinn í gegnum lögfræðinga. „Þeir sem leita til okkar gera það ekki nema þeir búi við einhverjar afleiðingar af slysi sem þeir lentu í, og í langflestum tilvikum fær það einhverjar bætur,“ segir Ólafur Örn Svansson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Tort. Tort var, að sögn Ólafs, fyrsta lögmannsstofan sem sérhæfði sig í uppgjörum vegna slysabóta og hefur auglýst þjónustu sína frá því á fyrri hluta ársins 2007. Ólafur segir einhverja hafa viljað tengja auglýsingarnar kreppunni, en hið rétta sé að þær hafi verið þó nokkuð lengi í umferð. Stofan fær til sín nokkur hundruð mál á ári. brjann@frettabladid.is Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Aukning hefur orðið á kröfum um bætur af tryggingafélögunum vegna ýmiss skaða sem hlotist hefur af völdum slysa eftir að sérhæfðar lögfræðistofur fóru að auglýsa aðstoð við fólk sem lent hefur í slysi. „Þessar auglýsingar valda alveg örugglega einhverri aukningu, en tjónþolarnir eru ekki endilega að fá hærri upphæðir greiddar,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Hann segir aukninguna aðallega vera í tilvikum þar sem fólk með hefðbundna slysatryggingu slasast, tryggingamál vegna bílslysa hafi lengi farið fram með atbeina lögmanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að fólk fái ekki endilega hærri upphæðir en áður þá að lögmennirnir taki þóknun fyrir störf sín. Í sumum tilvikum beri tryggingafélögin þann kostnað, en í öðrum tilvikum falli hann á tryggingartakann. „Það hefur orðið aukning í tjónakröfum þar sem við höfnum bótaskyldu,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að kenna lögmannsstofum sem beina auglýsingum sínum að fólki sem lent hefur í slysum um aukninguna, en auðvitað ýti það undir að fólk geri kröfu þegar slík þjónusta sé auglýst jafn mikið og raun ber vitni. Tilkynningum um tjón af völdum slysa hefur fjölgað hjá Sjóvá, og segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður á tjónasviði Sjóvár, að tengja megi þá aukningu við auglýsingar frá lögfræðiskrifstofum. „Við höfum fundið aukinn þunga í þessu, fólk virðist meðvitaðra og sækir frekar sinn rétt, sem er ekkert nema gott,“ segir Geirarður. Hann segir auglýsingarnar ef til vill helst ýta við þeim sem annars hefðu ekkert gert, og jafnvel erlendum ríkisborgurum sem finnist þægilegra að sækja rétt sinn í gegnum lögfræðinga. „Þeir sem leita til okkar gera það ekki nema þeir búi við einhverjar afleiðingar af slysi sem þeir lentu í, og í langflestum tilvikum fær það einhverjar bætur,“ segir Ólafur Örn Svansson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Tort. Tort var, að sögn Ólafs, fyrsta lögmannsstofan sem sérhæfði sig í uppgjörum vegna slysabóta og hefur auglýst þjónustu sína frá því á fyrri hluta ársins 2007. Ólafur segir einhverja hafa viljað tengja auglýsingarnar kreppunni, en hið rétta sé að þær hafi verið þó nokkuð lengi í umferð. Stofan fær til sín nokkur hundruð mál á ári. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira