Innlent

Próflaus ökufantur enn í haldi lögreglu

27 ára kona, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær eftir æsilega eftirför frá Grafarvogi að Smáratorgi, er enn í haldi lögreglunnar.

Á þessari leið mældilst hún á 140 kílómetra hraða á háanna umferðartímanum, og dró þá í sundur með henni og lögreglubílnum. Hún náði að brjóta umferðarlögin að minnsta kosti tíu sinnum á þeim fimm mínútum sem eftirförin stóð í.

Upphaflega veitti lögregla henni eftirtekt þar sem hún var á númerslausum bíl. Hún reyndist einnig próflaus og undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×