Lífið

Kynþokkafullir plötusnúðar

DJ Dolls  Rússnesku plötusnúðarnir ætla að trylla lýðinn á Broadway á laugardagskvöld.
DJ Dolls Rússnesku plötusnúðarnir ætla að trylla lýðinn á Broadway á laugardagskvöld.
Rússnesku plötusnúðarnir DJ Dolls spila í Halloween-partíi á Broadway á laugardaginn. „Þær eru rosalegar,“ segir skipuleggjandinn Addi Exos og fullyrðir að sjaldan hafi þokkafyllri plötusnúðar heimsótt Ísland.

Á síðasta ári fékk hann hina rússnesku DJ Mary Ferrari til að spila í Halloween-partíi á Broadway og spilaði hún berbrjósta við mikinn fögnuð beggja kynja. Spurður hvort DJ Dolls muni leika sama leik segist Addi ekkert vilja gefa upp um það. „Þær eru að spila allt það vinsælasta í danstónlistinni í dag. Þetta er ekki beint teknó, heldur eru þær að spila það sem er vinsælast á FM og Flash.“

Addi skipuleggur annað hrekkjavökupartí sama kvöld. Það fer fram á Nasa þar sem Haffi Haffi, Bloodgroup, Mammút og DJ Maggi Legó stíga á svið. Addi vísar því á bug að hann sé í samkeppni við sjálfan sig þetta kvöld. „Þetta eru tveir ólíkir hópar. Það er hljómsveitafílingur á Nasa og meiri danstónlist á Broadway,“ segir hann. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.