Innlent

Eigandi Draumsins losnar úr haldi í dag

Eigandi söluturnsins Draumsins losnar að öllum líkindum úr gæsluvarðhaldi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á ekki von á því farið verði fram á lengra gæsluvarðhald.

Lögreglan gerði húsleitir í Draumnum og á heimilum eigandans og sonar hans í síðustu viku. Þá var einnig leitað á tveimur öðrum heimilum. Töluvert fannst af lyfseðilsskyldum lyfjum í húsleitunum en lengi hefur sú saga gengið að í Draumnum sé hægt að kaupa lyf á borð við rítalín.

Á heimili eigandans fundust 14 milljónir króna, lyfskyld lyf auk kókaíns. Hann var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Sjálfur vildi eigandinn ekki kannast við kókaínið samkvæmt dómsorði en reiðuféð vildi hann meina að væri tilkomið vegna þess að hann var að rýma húsnæði er hann hafði á útleigu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×