Salmann Tamimi: Moska verður að vera á íslenskum forsendum Karen Kjartansdóttir skrifar 8. október 2010 12:00 Salmann Tamimi. Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira