Salmann Tamimi: Moska verður að vera á íslenskum forsendum Karen Kjartansdóttir skrifar 8. október 2010 12:00 Salmann Tamimi. Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent