Fékk innblástur frá Brian Eno í Íslandsheimsókn 8. júlí 2010 19:30 Ben Frost og Brian Eno áttu góðar samverustundir hér á landi. Eno er væntanlegur aftur til landsins síðar á árinu. „Hann er algjör snillingur. Það er ótrúlega gaman að vera í kringum hann," segir ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost sem hefur starfað á Íslandi undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn heimsfrægi Brian Eno fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hér í fimm daga sem leiðbeinandi Frosts. Fundur þeirra var hluti af Rolex-verkefninu þar sem sex listamenn hvaðanæva að úr heiminum fá að starfa undir handleiðslu þekktra listamanna í ár. „Við spjölluðum saman og reyndum að finna grundvöll fyrir samstarfi," segir Frost sem gaf síðast út plötuna By the Throat hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Music. Þeir hittust bæði heima hjá honum og í hljóðverinu Gróðurhúsinu. „Við fórum út á land nokkrum sinnum. Við fórum á Vík og fleiri staði og það var gaman að koma á svörtu strendurnar á Suðurlandi. Það er alltaf gaman að sýna fólki landið." Frost segir heimsókn Eno aðeins byrjunina á samstarfinu og hann ætli að koma aftur til landsins á árinu. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir muni semja tónlist saman. „Ég fæ innblástur frá honum bara með því að vera í sama herbergi og hann og tala við hann. Vonandi vex eitthvað út frá þessu," segir Frost og játar að það sé mikill heiður að fá að starfa með Eno. Seinna á árinu er fyrirhuguð viðamikil kynning á Rolex-verkefninu í Kína þar sem félagarnir hittast aftur og bera saman bækur sínar. Hinn þrítugi Ben Frost er ánægður með samstarfið við Eno en annað mál hvílir þó þungt á honum. Hann er ekki enn kominn með dvalarleyfi á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettur hér í fimm ár og tala reiprennandi íslensku. Hann er að vonum afar ósáttur við gang mála. „Ég er að kynna íslenska tónlist en er samt enn þá fastur í þessu. Mig langar bara að ljúka þessu máli." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Hann er algjör snillingur. Það er ótrúlega gaman að vera í kringum hann," segir ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost sem hefur starfað á Íslandi undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn heimsfrægi Brian Eno fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hér í fimm daga sem leiðbeinandi Frosts. Fundur þeirra var hluti af Rolex-verkefninu þar sem sex listamenn hvaðanæva að úr heiminum fá að starfa undir handleiðslu þekktra listamanna í ár. „Við spjölluðum saman og reyndum að finna grundvöll fyrir samstarfi," segir Frost sem gaf síðast út plötuna By the Throat hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Music. Þeir hittust bæði heima hjá honum og í hljóðverinu Gróðurhúsinu. „Við fórum út á land nokkrum sinnum. Við fórum á Vík og fleiri staði og það var gaman að koma á svörtu strendurnar á Suðurlandi. Það er alltaf gaman að sýna fólki landið." Frost segir heimsókn Eno aðeins byrjunina á samstarfinu og hann ætli að koma aftur til landsins á árinu. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir muni semja tónlist saman. „Ég fæ innblástur frá honum bara með því að vera í sama herbergi og hann og tala við hann. Vonandi vex eitthvað út frá þessu," segir Frost og játar að það sé mikill heiður að fá að starfa með Eno. Seinna á árinu er fyrirhuguð viðamikil kynning á Rolex-verkefninu í Kína þar sem félagarnir hittast aftur og bera saman bækur sínar. Hinn þrítugi Ben Frost er ánægður með samstarfið við Eno en annað mál hvílir þó þungt á honum. Hann er ekki enn kominn með dvalarleyfi á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettur hér í fimm ár og tala reiprennandi íslensku. Hann er að vonum afar ósáttur við gang mála. „Ég er að kynna íslenska tónlist en er samt enn þá fastur í þessu. Mig langar bara að ljúka þessu máli." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira