Innlent

Fyrrverandi sjónvarpsstjörnur sækja um bæjarstjórastól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Sigurður Þ. Ragnarsson vilja báðir verða bæjarstjórar í Grindavík.
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Sigurður Þ. Ragnarsson vilja báðir verða bæjarstjórar í Grindavík.
Tvær fyrrverandi sjónvarpsstjörnur eru á meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra í Grindavík. Það eru þeir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur og Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, sem gegnir nú starfi upplýsingafulltrúa hjá Grindavíkurbæ.

Alls sótti 51 um bæjarstjórastöðuna en auk fyrrnefndra fjölmiðlamanna sækja reynslumiklir sveitastjórnarmenn á borð við Gunnar I Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum, um stöðuna.

Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 4. júlí síðastliðinn, en athygli vekur að fjölmargir þeirra sem sóttu um sóttu einnig um stöðu framkvæmdastjóra sveitafélagsins Árborgar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×