Innlent

Margfalda greiðslur til formannsins

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) samþykkti fyrir skömmu að formaður félagsins yrði framvegis á launaskrá hjá félaginu.

Hjálmar Jónsson, sem varð formaður á síðasta aðalfundi félagsins í apríl, lagði þetta til eftir að ný stjórn kom saman.

Undanfarin ár hefur formaður félagsins starfað við fjölmiðil en fengið greidda þóknum frá félaginu. Hún nam um 80-90 þúsund krónum á mánuði í tíð síðasta formanns, að því er fram kom á aðalfundinum í vor. Félagið mun nú framvegis greiða formanninum um 700 þúsund krónur á mánuði, í laun og hlunnindi.

Hjálmar Jónsson var áður framkvæmdastjóri BÍ. Hann lýsti því yfir á aðalfundi félagsins að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri. Laun og hlunnindi hans úr framkvæmdastjórastarfinu flytjast nú yfir á embætti formannsins.

Stjórn blaðamannafélagsins hefur jafnframt samþykkt að ráða nýjan framkvæmdastjóra í hlutastarf, en ekki var auglýst eftir manneskju í starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×