Innlent

Margir þungavigtarmenn sækja um bæjarstjórastól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, er á meðal umsækjenda í Árborg.
Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, er á meðal umsækjenda í Árborg.
Fjölmargir kunnir Íslendingar sóttu um starf bæjarstjóra í Árborg, en listi yfir umsækjendur var birtiur á vefsíðu bæjarins í dag.

Á meðal umsækjenda eru Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Magnús Hlynur Hreiðarsson ritstjóri og Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrverandi sveitastjóri og varaborgarfulltrúi.

Eftir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru í maí ákvað bæjarstjórn Árborgar að ráða framkvæmdastjóra yfir sveitarfélagið í stað þess að velja hann úr röðum kjörinna bæjarfulltrúa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×