Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi 7. júlí 2010 03:00 Benedikt Stefánsson sigraði í alþjóðlegri plötusnúðakeppni og fær í verðlaun að spila á stærsta skemmtistað í heimi. Fréttablaðið/Arnþór Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira