Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi 7. júlí 2010 03:00 Benedikt Stefánsson sigraði í alþjóðlegri plötusnúðakeppni og fær í verðlaun að spila á stærsta skemmtistað í heimi. Fréttablaðið/Arnþór Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira