Innlent

Blaðasalar á kreik á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auðunn blaðasali er mörgum eftirminnilegur.
Auðunn blaðasali er mörgum eftirminnilegur.
Útgáfufélag DV hefur gefið ungmennum kost á að selja blaðið í lausasölu í miðborg Reykjavíkur aftur eftir hlé um árabil. Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins, segist telja að minnst áratugur sé liðinn frá því að þetta fyrirkomulag var við lýði. Hann segir að eftirsjá sé eftir blaðsölufólkinu.

„Við gerum okkur engar grillur um mikið tekjuflæði af þessu. Ég held einfaldlega að fólk sakni barnanna með DV úr miðbænum. Það er allavega þau viðbrögð sem ég fæ við þessari hugmynd. Þannig að okkur langar til að prófa þetta," segir Bogi sem var einmitt að taka a móti blaðasölubörnum þegar Vísir náði tali af honum.

Nokkrir þekktir blaðasalar eru órjúfanlegur hluti af miðborgarminningum þeirra sem hafa slitið barnsskónum. Þeirra á meðal eru Óli blaðsali og Auðunn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×