Innlent

Makríll orðinn uppistaðan í veiðum og vinnslu í Eyjum

Þrjú skip lönduðu makríl í Eyjum í gærkvöldi og nótt, en makríll, sem var nær óþekktur fiskur hér við land fyrir nokkrum árum, er orðinn uppistaðan í veiðum og vinnslu Vestmannaeyinga.

Þar eru nú fimm stórir bátar og þrír frystitogarar gerðir út á makríl og þrjú togskip bætast við eftir nokkra daga. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í Ísfélaginu við frystingu til manneldis, og frystiskipin frysta sinn afla um borð. Mikil vinna er líka í Vinnslustöðinni.

Að sögn Eyjamanna er þetta óvænt og kærkomin búbót, enda fæst gott verð fyrir makrílinn á erlendum markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×