Innlent

Hvalveiðar og Icesave standa í vegi fyrir ESB aðild Íslands

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Leysa þarf Icesave hnútinn til að Ísland komist í ESB
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Leysa þarf Icesave hnútinn til að Ísland komist í ESB

Í ályktun frá Evrópuþinginu er settir þeir fyrirvarar við aðild landsins að Evrópusambandinu að Íslendingar hætti hvalveiðum og leysi Icesave deiluna. Hvatt er til þess að aðildarviðræður hefjist sem fyrst.

Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar af málinu er greint frá því að Evrópuþingið fagni því að leiðtogaráð ESB hefði lagt blessun sína yfir það að aðildaviðræður myndu hefjast.

Greint er frá því í fréttinni að ef Ísland borgaði Icesave skuldirnar myndi það auka traust á getu Íslands til að standa við skuldbindingar sínar og auka stuðning meðal ESB þjóðanna við inngöngu Ísland í sambandið.

Þá er farið yfir fréttir síðustu vikna og sagt frá því að stuðningur við ESB hefur minnkað á Íslandi og meirihluti stjórnmálaflokka á Íslandi vilji draga umsóknina til baka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×