Innlent

Kona sveik út barnavagna

Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja tvo barnavagna út úr fólki.

Konan blekkti mann til að afhenda sér barnavagn gegn því að hún myndi greiða 85 þúsund krónur síðar um daginn. Það gerði hún ekki en seldi vagninn á sjötíu þúsund krónur.

Þá blekkti hún konu til að afhenda sér barnavagn undir því yfirskini að hún myndi greiða 85 þúsund krónur fyrir hann síðar um daginn. Það gerði hún ekki heldur sló eign sinni á vagninn. Konan játaði sök fyrir dómi.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×