Innlent

Heppinn Norðmaður vann 900 milljónir

Mynd úr safni

Það var Norðmaður sem hafði heppnina með sér í Víkingalottóinu í kvöld þegar hann fékk rúmlega 900 milljónir í vinning. Hann var eini sem var allar sex tölurnar réttar. Enginn fékk 2. vinning né íslenska bónusvinninginn.

Einn Íslendingur var hinsvegar með fjórar Jókertölur í röð og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var seldur á N1 á Bíldshöfða.

Næsti pottur verður því einfaldur í Víkingalottóinu í næstu viku. Tölurnar í dag voru: 6-8-26-30-33-47 og bónustölurnar voru 36-45. Ofurtalan var 47.

Jókertölur kvöldsins voru: 3-2-6-3-3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×