Dúndurfréttir bjóða dýrari Zeppelin-týpuna 1. maí 2010 20:00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar lög Zeppelin 22. júní, nákvæmlega fjörutíu árum eftir að sveitin spilaði í Laugardalshöll. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur Led Zeppelin-tónleika í Reykjavík 22. júní, eða nákvæmlega fjörutíu árum eftir að þessi víðfræga rokksveit spilaði í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík. Tveimur dögum síðar eru fyrirhugaðir sams konar tónleikar á Græna hattinum á Akureyri. „Þessi hugmynd kom upp á síðasta ári og við ákváðum bara að kýla á það," segir söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, söngvari í Dúndurfréttum. Hann tengist upphaflegu Zeppelin-tónleikunum á sérstæðan hátt því pabbi hans sá þá í Höllinni og mamma hans var síðan flugfreyja þegar rokkararnir flugu heim á leið. Óvíst er hvar tónleikarnir verða haldnir en ólíklegt er að þeir verði í Laugardalshöllinni. „En það verður örugglega aðeins meiri ljósasýning hjá okkur. Það var sumar úti og bjart þetta kvöld. Þetta var eins mikill skolleitur íslenskur raunveruleiki og þú getur hugsað þér," segir Pétur Örn. Dúndurfréttir hafa undanfarin fimmtán ár spilað lög eftir sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og Pink Floyd við góðar undirtektir. Spurður hvort Dúndurfréttir muni spila nákvæmlega sömu lög og Zeppelin gerði í Höllinni efast Pétur um það. „Það væri gaman að taka eitthvað af þeim en þeir tóku 25 mínútna útgáfu af Dazed and Confused sem ég stórefa að við munum taka," segir hann. „Þetta verða samt pottþétt lög og við erum með ýmislegt í bígerð. Við ætlum að grípa til dýrari týpunnar ef svo má að orði komast." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur Led Zeppelin-tónleika í Reykjavík 22. júní, eða nákvæmlega fjörutíu árum eftir að þessi víðfræga rokksveit spilaði í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík. Tveimur dögum síðar eru fyrirhugaðir sams konar tónleikar á Græna hattinum á Akureyri. „Þessi hugmynd kom upp á síðasta ári og við ákváðum bara að kýla á það," segir söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, söngvari í Dúndurfréttum. Hann tengist upphaflegu Zeppelin-tónleikunum á sérstæðan hátt því pabbi hans sá þá í Höllinni og mamma hans var síðan flugfreyja þegar rokkararnir flugu heim á leið. Óvíst er hvar tónleikarnir verða haldnir en ólíklegt er að þeir verði í Laugardalshöllinni. „En það verður örugglega aðeins meiri ljósasýning hjá okkur. Það var sumar úti og bjart þetta kvöld. Þetta var eins mikill skolleitur íslenskur raunveruleiki og þú getur hugsað þér," segir Pétur Örn. Dúndurfréttir hafa undanfarin fimmtán ár spilað lög eftir sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og Pink Floyd við góðar undirtektir. Spurður hvort Dúndurfréttir muni spila nákvæmlega sömu lög og Zeppelin gerði í Höllinni efast Pétur um það. „Það væri gaman að taka eitthvað af þeim en þeir tóku 25 mínútna útgáfu af Dazed and Confused sem ég stórefa að við munum taka," segir hann. „Þetta verða samt pottþétt lög og við erum með ýmislegt í bígerð. Við ætlum að grípa til dýrari týpunnar ef svo má að orði komast." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira