Innlent

Þurftu að hafa afskipti af unglingum fyrir utan 10-11 í Keflavík

Reykjanesbær
Reykjanesbær
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að hafa afskipti af þremur til fjórum strákum á unglingsaldri fyrir utan 10-11 í Keflavík nú fyrir stundu. Að sögn lögreglumanns voru þeir eitthvað að „kýtast" en þegar lögregla mætti á staðinn róuðust þeir. Enginn slasaðist.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru strákarnir á aldrinum 14 til 15 ára.

Það voru starfsmenn 10-11 sem höfðu samband við lögregluna og eru þeir „farnir að selja vörur aftur", eins og lögreglumaðurinn orðaði það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×