Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi 7. desember 2010 06:30 Bjarni K. Þorvarðarson Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira