Innlent

Nágrannaerjur í Garðabæ: Fjölskyldurnar flúnar heimili sitt

Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Báðar fjöskyldurnar sem eiga í nágrannaerjunum í Garðabæ hafa flúið heimili sín. Önnur fjölskyldan hefur fengið fjölmargar hótanir.





Erjurnar hafa stigmagnast og hafa fjölskyldurnar kært hvor aðra fyrir líkamsárasir og eru kærurnar núna í ferli hjá lögreglunni.

Á netinu eru einhliða lýsingar á því hvernig önnur fjölskyldan leggur hina í einelti.

Í kjölfarið hefur fjölskyldan, sem sagt er að hafi lagt nágranna sína í einelti, fengið fjölmargar hótanir auk þess sem heimili þeirra hefur orðið fyrir miklu áreiti, samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjölskyldan hafi því flúið heimili sitt fyrir helgi.

Fréttastofa sagði frá því á föstudag að fjölskyldan sem varð fyrir hinu meinta ofbeldinu hafi flúið heimili sitt fyrir viku. Fjölskyldurnar hafa því báðar yfirgefið þann vígvöll sem heimili þeirra hefur þróast í á undanförnum árum.

Brynja Arnardóttir Scheving, sem samkvæmt lýsingunum hefur þurft að þola hreinasta helvíti, kvartar yfir því í samtali við fréttastofu að hvorki bæjaryfirvöld Garðabæjar né lögreglan hafi sett sig í samband við hana vegna málsins. Hún talaði við lögregluna síðast á mánudaginn þegar hún lagði fram kæru vegna líkamasárasar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×