Lífið

Tveir góðir saman

Stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore.
Stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore.

Tónlistarmaðurinn Beck stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore, forsprakka rokksveitarinnar Sonic Youth. Platan nefnist Benediction og kemur út á vegum Matador á næsta ári. Beck syngur einnig og spilar á plötunni auk þess sem fiðlu- og hörpuleikarar koma við sögu.

Meðan á upptökunum stóð dvöldu Moore og hljóðfæraleikarar hans heima hjá Mike D úr rappsveitinni Beastie Boys.

Beck og Moore hafa verið góðir vinir lengi og unnið saman að ýmsum verkefnum. Stutt er síðan Moore aðstoðaði Beck í útgáfu hans af lagi Yanni, Live at the Acropolis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.